Banana- og karamelluterta

Botn

 • 75 gr smjör, brætt
 • 150 gr digestive kex
 • 2 msk kakó

Karamellubráð

 • 1 og ¼ dl rjómi
 • ½ tsk vanilludropar
 • 2 dl sykur
 • 75 gr kalt smjör í bitum
 • 1 tsk flögusalt frá Norðursalti

Fylling

 • 2-3 bananar
 • 2,5 dl rjómi
 • Kakó og súkkulaði til skreytingar

Aðferð:

Botn

 1. Brytjið kex í matvinnsluvél, bætið svo bræddu smjöri og kakó saman við svo úr verði deigkennd blanda.
 2. Þrýstið öllu saman í eitt 25cm mót, helst með lausum botni og riffluðum jaðri. Kælið minnst í 20 mínútur.

Karamella

 1. Hitið rjóma og vanilludropa við vægan hita og látið ekki sjóða.
 2. Bræðið sykur í potti, þegar fer að bráðna, hrærið og bíðið þangað til nær gylltum lit eða um 170-175 gráðu hita með sykurhitamæli.
 3. Setjið brytjað smjörið út í sykurbráðina og hrærið þangað til að fullu brætt. Svo er saltinu bætt við og að lokum rjómanum. Leyfið karamellunni að kólna og ná borðstofuhita.
 4. Sett á botninn og aftur í kæli í 20-30 mínútur.

Samsetnig:

 1. Skerið banana í hæfilega þykkar/þunnar sneiðar. Raðið þeim í mótið svo myndi lag.
 2. Þeytið rjómann og sprautið með hringlaga eða stjörnustút.
 3. Skreytið með rifnu, rúlluðu eða brytjuðu súkkulaði ásamt því að sáldra yfir kakódufti.

no replies

Leave your comment