Uppskrift – Smjörkrem

Þar sem ég er búin að birta færslu um hvernig þið getið gert smjörkremsrósir er að sjálfsögðu nauðsynlegt að hafa uppskrift með. Ég ætla því að deila með ykkur uppskriftinni sem ég hef notað en hún er úr bókinni Við matreiðum eftir Önnu Gísladóttur og Bryndísi Steinþórsdóttur.

Smjörkrem:

  • 75-100 gr smjör eða smjörlíki
  • 2-3 dl flórsykur
  • (1 eggjarauða)
  • (1 msk vatn)
  • Bragðefni eftir smekk, t.d. vanillu, jarðaberja, piparmyntu o.s.frv.
Gott er að hafa smjörið eða smjörlíkið örlítið lint, t.d. taka það úr ísskápnum ca einni klst áður en kremið er gert.
Ég hef alltaf hrært smjörið/smjörlíkið aðeins upp, skellt vanilludropum með og svo sett flórsykurinn, ca 1 dl í einu. Eggjarauður og vatn er notað til að þynna kremið aðeins ef það er of þykkt/stíft. Ég hef ekki verið mikið fyrir að nota eggjarauðurnar en ég nota vatn töluvert, sérstaklega þegar ég er að búa til smjörkrem sem á að sprauta.

Gott ráð:
 Þið hafið líklega velt fyrir ykkur hvernig sé hægt að ná fram ofur hvítu kremi, galdurinn er að þeyta allt saman nógu lengi!

Litað smjörkrem:
Smjörkrem er hægt að lita eins og manni listir en til að fá fram sterka liti þarf oft mikið magn af matarlit og reyni ég sjálf að forðast það vegna þess að það getur haft áhrif á bragðið. Aftur á móti ef það er óskin mæli ég með að setja lítið í einu og best er að geyma smjörkermið yfir nótt eða í nokkrar klukkustundir því þá kemur fram hinni rétti litur kremsins. Það er að segja það dökknar oft og því betra að gefa sér tíma ef hægt er.
Ég hef ávallt notað KitchenAid hrærivélina mína til að auðvelda mér vinnuna og nota K-ið til að hræra upp smjörkrem. Mér skylst þó að það sé einnig algent að nota þeytarann og vil ég þá eingöngu vara óreynda við að hafa það ekki of þykkt/stíft vegna þess að það getur beyglað þeytarann.

Tags: , , , , , ,

No comments yet.

Leave a Reply

UA-31544739-1
%d bloggers like this: