Duff bjórflöskukaka

Hér kemur loks lýsing á Duff bjórflösku kökunni sem ég hef verið að minnast á í síðustu tveimur færslum um sykurklaka og sykurflöskur. Kakan sjálf var hin hefðbundna djöflatertukaka með súkkulaðismjörkremi sem ég geri þegar ég þarf trausta súkkulaðiköku. Fyrsta verkið er að gera flöskurnar sjálfar. Það ferli tekur smá tíma þegar einungis eitt form […]

Air brush afmæliskaka og stenslar

Mig langar að byrja á að þakka öllum þeim sem komu á kökuhittinginn hjá Allt í köku á fimmtudaginn. Þegar mest var voru um 40 manns sem var alveg meiriháttar! Ég vona að þið hafið haft bæði gagn og gaman af og flestum eða öllum spurningum svarað. Það verða pottþétt fleiri hittingar  og væri gaman […]

40 ára afmælisterta með golf þema

Í gær fékkst ég við áhugavert kökuverkefni en maður vinkonu minnar átti fertugsafmæli og langaði hana til að koma honum aðeins á óvart með “öðruvísi” afmælistertu. Fyrir valinu varð golf þema en helsta krafan var að kakan hefði húmor 🙂 Svona varð annars útkoman: Ég gleymdi mér aðeins í kökugerðinni þannig að ég náði ekki […]

Ýmis verkefni og næsti hittingur

Kæru lesendur, Það hefur verið mikið að gera hjá mér að undanförnu og síðan aðeins setið á hakanum sem mér þykir einstaklega leiðinlegt. Það hefur þó ekki vantað verkefnin það er víst. Nýjasta verkefnið var fyrir Arca Design en það er verslun sem selur allskonar vörur, þar á meðal GEÐVEIKA kökudiska, úr plexígleri. Ég er nú […]

Brúðarterta með svart/hvítu þema

Ég vil byrja á að óska nýgiftu brúðhjónunum, sem fengu kökuna, innilega til hamingju með daginn! Það var virkilega gaman að fá að gera daginn örlítið eftirminnilegri með tertunni 🙂 Hér má sjá tertuna fullkláraða og á eftir kemur stutt lýsing á ferlinu og uppskrift að botnunum. Fyrsta skrefið er að sjálfsögðu að baka botnana. […]

Krókur (úr Cars)

Það er víst nóg af afmælum í fjölskyldunni þessa dagana og varð Mater, öðru nafni Krókur fyrir valinu að þessu sinni. Hérna sést lokaafurðin: Verð nú að sýna eina framan á áður en ég held lengra. Ég bakaði tvöfalda uppskrift í tveimur kassalaga formum (einnig hægt að baka í skúffu og skera). Ég gerði svo […]

Áhöld til kökuskreytinga

Ég var að vafra um veraldarvefinn eins og svo oft áður og finnst mér einstaklega gaman að skoða áhöld til kökugerðar og kökuskreytingar. Ég á nú þegar töluvert magn af áhöldum EN að sjálfsögðu langar mig í fleiri! Þegar ég álpast inn í verslun sem selur vörur í baksturinn enda ég oft á að ganga […]

Kúlur til skreytinga

Síðasta sunnudag sýndi ég ykkur hvernig þið getið gert takkaskó, nú langaði mig til að sýna ykkur hvernig köku ég gerði og skreytingarnar með 🙂 Hérna eru skórnir í nærmynd komnir á kökuna. Svo blómin. Blómin eru í raun mjög einföld í vinnslu. Þið getið í raun notað hvaða blómamót sem er. Ég notaði nokkur […]