Súkkulaði ostakaka

Hér kemur uppskriftin af hinni ostatertunni sem ég sagði ykkur frá fyrir skömmu. Þessi er afar ljúffeng og enn betri borin fram með smá rjóma!

IMG_2513-1

 

Undirbúningstími: 30 mínútur | Heildartími: 2 klst | Magn: 8 litlar sneiðar

 

Uppskrift (til útprentunar):

 • 150 gr digestive kex eða Grahams hafra kex
 • 45 gr smjör, brætt
 • 110 gr sykur
 • 120 ml rjómi
 • 150 gr dökkt súkkulaði*
 • 2 msk Nóa Síríus Kakó
 • 200 gr rjómaostur

 

* Ég notaði Nóa Síríus suðusúkkulaði þar sem ég er ekki hrifin af of dökku súkkulaði

Aðferð:

 1. Bræðið súkkulðið yfir vatnsbaði og leyfið að kólna
 2. Myljið kexið vel og blandið saman smjöri og 1 msk af sykrinum. Þrýstið í 18cm hringmót með smellu og geymið í kæli
 3. Blandið smá volgu vatni við kakóið.
 4. Þeytið rjóma þangað til rák myndast í rjómanum. Hellið bræddu súkkulaðinu út í ásamt kakóblöndunni. Blandið vel saman og leggið til hliðar.
 5. Hrærið saman rjómaosti og sykri saman. Blandið svo súkkulaðiblöndunni við.
 6. Smyrjið í mótið og frystið í amk 1 klst og setjið í kæli í 30 mín áður en borið fram.
 7. Ég mæli með að bera þessa fram með þeyttm rjóma.

Uppskriftin er fengin frá Allrecipes.co.uk, sjá hér.

Litlu systir minni þótti þessi einstaklega góð og stóðst ekki freistinguna að fá sér afgang daginn eftir!

Tags: , , , , ,

No comments yet.

Leave a Reply

UA-31544739-1
%d bloggers like this: