Algengar spurningar

Tekur þú að þér að gera kökur fyrir aðra?
Já, ég tek pantanir fyrir konfekt og kökur. Ég er með starfsleyfi og vinnuaðstöðu hjá Matís að Vínlandsleið 12. Þessi síða er  áhugamál mitt og er hugsuð sem einskonar dagbók, samansafn uppskrifta og hvatning fyrir aðra.

Get ég farið á póstlista hjá Kökudagbókinni og fengið upplýsingar um nýjustu færslurnar?
Já, með því að fara á forsíðuna og skrá netfangið þitt undir "Póstlisti". Það kostar ekkert að vera á póstlistanum og sér kerfið um að senda færslur áfram.

Get ég fylgst með þér á Facebook?
Já, þú finnur síðuna undir Kökudagbókin eða með því að smella hér.

Hver stendur á bakvið þessa síðu?
Þú finnur nánari upplýsingar undir síðunni "Um mig".

Hvar færðu áhöldin þín og hráefni?
Áhöldin hef ég fengið víðsvegar að, sum hef ég pantað á netinu og fengið send heim t.d. af Amazon, önnur hef ég keypt hér á landi. Ég hef mikið verslað við Allt í Köku en ég leita einnig í heildsölur þegar það á við.

Hráefnin versla ég víðsvegar, eftir því hvað og hversu mikið ég þarf hverju sinni.

Hvaðan eru uppskriftirnar þínar?
Uppskriftirnar fæ ég víðsvegar að, gömlum og nýjum uppskriftabókum, bæklingum, frá ömmu og afa og öðrum heimasíðum. Ég geri mitt besta til að geta heimilda og tek einnig fram ef ég hef breytt uppskrift og gert hana að "minni eigin".